Bygging frjálsíþróttahúss

Bygging frjálsíþróttahúss

Það þarf að byggja hús sem er löglegt þannig að hægt sé að halda stór mót eins og bikar- og meistaramót og jafnvel NM. Í málefnasamningi meirihluta bæjarstjórnar 2018-2022 er talað um að finna varanlega lausn á aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir. Núverandi aðstaða er bæjarfélaginu til skammar.

Points

Það þarf að finna varanlega lausn fyrir frjálsar íþróttir í Kópavogsbæ. Grátlegt að þurfa að sækja í önnur bæjarfélög til æfinga og meiri hætta á að iðkendur hverfi frá í betri aðstæður :(

Sammála, illa komið fyrir elstu deild Breiðabliks. Búið að þrengja verulega að deildinni utanhúss og inniaðstaðan ekki boðleg, hefur deildin þurft að sækja í aðstöðu til Reykjavíkurborgar og Hafnarfjarðar til að fá aðgengi að almennilegri aðstöðu. Frjálsíþróttadeildin hefur ekki getað tekið við fleiri iðkendum undanfarin ár vegna aðstöðuleysis og þrengsla. Það er löngu orðið tímabært að eitthvað fari að gerast í inniaðstöðumálum félagsins.

Sammála því sem stendur hér að ofan, aðstaðan til skammar og brýnt að bregðast við.

Það er mikilvægt að stórt bæjarfélag eins og Kópavogur standi að og ýti undir fjölbreytt íþróttastarf fyrir bæði börn og fullorðna. Það vantar sárlega aðstöðu fyrir frjálsíþróttafólk í bænum, bæði innan- og utanhúss, og sú aðstaða sem nú er til staðar er varla boðleg, hvorki iðkendum né þjálfurum. Ef við viljum byggja upp gott starf er mikilvægt að aðstaðan sé til staðar. Kópavogur á að vera fyrirmynd og sýna í verki að fjölbreytt íþróttaiðkun íbúa sé forgangsmál.

Sammála þessu, algjörlega fáránlegt að vera uppeldisstöð fyrir nágrannafélögin sem eru í kringum okkur þegar að horft er til aðstöðuleisis og áreksta við aðrar deildir. Kominn tími á að frjálsíþróttarfólkið fái aðstöðu sem stenst nútímakröfur.

Ég dáist að fjrálsíþróttafólki Breiðabliks að æfa við þessar aðstæður og eingöngu fyrir að þakka seiglu þeirra og góðra þjálfara. Inniaðstaðan smá horn í fótboltahöll, er ekki boðleg og býður upp á slysahættu. Það að Þurfa að fara yfir í önnur bæjarfélög til að geta æft við góðar aðstæður og fyrir meiri fjölbreytni við æfingar á greinum er ekki til sóma fyrir Kópavogsbæ. Löngu orðið tímabært að bæta úr þessu.

Það þarf að byggja nýja frjálsíþróttahöll. Það er hagkvæmt og skilvirkt því það mun gefa frjálsíþróttafólki og öðru íþróttafólki svo sem fótboltamönnum sem vilja bæta hraðann sinn það tækifæri að æfa sig í því í betri og stærri aðstöðu. Það er einnig mikil aukning í iðkendafjölda í frjálsum og núverandi aðstaða er orðinn alltof lítill. Undirritaður er þjálfari yngri flokka og það er löngu kominn tími á breytingar. Skrýtið að jafntstórt bæjarfélag eins og Kópavogur sé undir Hafnarfirði í þessu.

Algjörlega sammála, þrengt hefur verið að utsnhússaðstöðu frjálsíþróttafólks, þríþrautarfólks, hlaupahópa og almennings. Innanhússaðstaðan er mjög bágborin og svona stóru bæjarfélagi ekki til sóma.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information