Nýta ætti sundlaugina sem er tilbúin í Kórnum fyrir nemendur Hörðuvallaskóla. Það kostar fjármagn að ferja allan þennan fjölda dag hvern í Salalaug. Auk þess eru yngri börnin í sundi í Boðaþingi og þurfa þau að labba þangað - og ná oftar er ekki tímanum þar sem þau eru ung og misfljót í förum. Sundlaugin í Kórnum ætti að vera virkjuð.
Sundlaugin er hönnuð með íþróttafólk og endurhæfingu í huga og þar er flott aðstaða fyrir nemendur. Nemendur verða spenntari og ánægðari með að fara í sund. Rútuferðir verður hætt og minnkar sá kostnaður og umfang starfsmanna að hóa öllum saman í rútuna. Nýtum þetta flotta mannvirki til fulls!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation