Leikvöllur með grænu svæði við Hafnarbraut

Leikvöllur með grænu svæði við Hafnarbraut

Undanfarin ár hafa bæst við um 300 íbúðir við Hafnarbraut, vestanmegin á Kársnesinu. Mikið er um barnafjölskyldur og því væri tilvalið að búa til leikvöll með grænu svæði í nálægð íbúum til yndisauka. Það myndi bæta lífsgæði íbúa og barna þeirra talsvert þar sem enginn almenningsleikvöllur er á svæðinu.

Points

Styð þessa tillögu og hún er sambærileg við aðra tillögu um grænt svæði vestast á Kársnesinu sem komin er fram.

Sammála. Það vantar svæði fyrir sístækkandi byggð yst á Kársnesi

Græn svæði bæta lífsgæði íbúa

Sammála, það vantar græn svæði og leiksvæði einkum yst á nesið. Rannsóknir sýna að græn svæði bæta lífsgæði íbúa.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information