Útbúa stæði fyrir bíla sem hindra akreinina á Digranesheiði

Útbúa stæði fyrir bíla sem hindra akreinina á Digranesheiði

Útbúa innskot fyrir bílastæði í vestur átt eins og hefur verið gert sumstaðar á götunni þegar ekið er í austur átt, til að greiða leiðina og gera hana öruggari fyrir alla vegfarendur.

Points

Algerlega sammála, þetta er slysagildra og stórhættulegt fyrir vegfarendur. Þetta ætti ekki einusinni að þurfa að vera hér inni í einhverri kosningu, Kópavogur ætti að laga þetta strax.

Þegar ekið er í vesturátt eftir Digranesheiði, þá eru iðulega hindranir í formi bifreiða sem lagt er á götunni sjálfri. Þetta skapar bæði hættu fyrir gangandi vegfarendur þar sem þetta hindrar útsýni og svo tefur umferð. Stundum er lagt báðu megin við götuna sem stífla hana alveg. Hægt væri að útbúa innskot í vestur átt eins og hefur verið gert sumstaðar á götunni þegar ekið er í austur átt, til að greiða leiðina og gera hana öruggari fyrir alla vegfarendur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information