Hjólaleið yfir bröttubrekku og inn í fossvog.

Hjólaleið yfir bröttubrekku og inn í fossvog.

Sífellt fleiri eru komnir á rafhjól eða hlaupahjól og hefur því bratti sífellt minni áhrif á ferðavenjur. Það mætti alveg bæta tengingu kópavogsbúa fyrir öll hverfi ofan smáralindar með því að opna leiðina með fram Digraneskirkjunni yfir bröttubrekku inn í laufbrekku og niður birkigrund.

Points

Mjög mikilvægt öryggisatriði fyrir hjólafólk að gera góðan stíg einmitt gegnum þetta svæði þar sem þarf að fara yfir margar götur og víðast takmarkað af stígum. Eins og segir í tillögunni, yfir Bröttubrekku - en þá er spurning hvort er farið upp frá Digraneskirkju um Bröttutungu eða á öðrum stað.

Það er beinlínis áhættuatriði að hjóla niður Laufbrekku í hálku. Auk þess er almennt séð tengingin úr Suðurhverfum Kópavogs niður í Fossvogsdal ekki örugg hjólandi vegfarendum. Það þarf að búa til örugga hjólaleið yfir hálsinn.

Þarna mætti gera einfalda hluti eins og að merkja leiðir og saga kantsteina af göngustígum til að hægt sé að komast inná þá. Þá mætti líka alveg skipuleggja þetta betur og gera þarna hraðari leið í gegn, núna eru þetta endalausir kantar og hjól í umferð.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information