Göngubrú yfir Kársnesbraut

Göngubrú yfir Kársnesbraut

Mikil þörf er á að bæta samgöngur gangandi vegfarenda og hjólreiðamanna við gatnamót Kársnesbrautar og Sæbólsbrautar. Þar er þung umferð og þar fara margir stórir vörubílar um vegna uppbyggingar á Kársnesi. Margir hverjir virða ekki umferðarljós og fara yfir á fleygiferð á rauðu ljósi. Þrátt fyrir að komið sé grænt á gönguljósi. Stór hættuleg gatnamót fyrir börn og veit èg að margir foreldrar hræðast það að senda börn sín ein yfir. Mikilvægt að fá göngubrú skáhallt yfir Kársnesbrautina.

Points

Ég get tekið undir þessa tillôgu, það þarf að skipuleggja þetta svæði miklu betur, I Reykjavik eru brýr sem hafa verið settar upp til að leysa samskonar vanda. Skipulagið hjá Kópavogi þarf að taka þetta upp fyrir hjólaumferð sem mun liggja yfir hálsinn og inni Reykjavik. Það þarf að búa til betra leiðarkerfi fyrir hjól og gangandi Gunnar Kristinn ,

Þetta er góð hugmynd til að bæta hjólasamgöngur og öryggi hjólreiðamanna sem og gangandi vegfarenda, ekki síst barna á leið til og frá skóla

Aukið öryggi fjölgandi hjólreiðaumferð

Það eru til betri lausnir en að leggja lykkju (göng/brú) á leið gangandi og hjólandi undir þeim formerkjum að auka öryggi þeirra í stað þess að t.d; Leggja auknar kvaðir á keyrandi til að koma í veg fyrir slys þarna. Þrenging Kársnesbrautar, hraðahindrun við ljósin, meiri lýsing, auka umferðarljós með lengri fyrirvara, lögreglumyndavélar, aukið eftirlit lögreglu o.sfrv, o.sfrv. Flest miklu auðveldari, fljótlegri og betri lausnir fyrir gangandi og hjólandi með lágmarks röskun fyrir keyrandi.

Fyrir öll börnin sem búa sjávarmegin við Kársnesbrautina sem eru að fara í skólann, tónlistarskólann, bókasafnið og íþtóttir - og heim aftur.

Ég horfi á þessi gatnamót út um gluggann heiman frá mér á hverjum degi. Brýn þörf að bæta öryggið á þessum gatnamótum. Sé fjölda barna fara þarna yfir á hverjum degi og oft verið hársbreidd frá stórslysi. Bæði treysta litlu börnin "græna kallinum" svo vel og líta hvorki til hægri eða vinstri og eins virða ökumenn ekki eða átta sig ekki á að grænt gönguljós er á þegar tekinn er vinstri beygja inná á Kársnesbraut. Þessu þarf að bæta úr og ætti að fara ofarlega á forgangslista hjá bænum.

Tryggja öryggi gangandi vegfarenda og hjólreiðamanna sem nýta sér göngustíga sem ferðamáta í gegnum Kópavoginn.

Mikilvægt að grípa til aðgerða fyrr en seinna, áður en slys verður.

JÁ! Alltof oft sem ég sé fólk fara yfir á grænu gönguljósi en bílar sem eru að beygja fatta það ekki og æða yfir. Hefur verið mjög tæpt stundum!

Styð þessa tillögu heilshugar. Þessi gatnamót og Kársnesbrautin er stórhættuleg - vona að þessi tillaga nái í gegn!

Styð þetta heilshugar. Hraðinn og legan á brautinni er þannig að fólk sem keyrir hana áttar sig ekki alltaf á göngubrautum og gangbrautarljósum.

Algjörlega nauðsynlegt, stórhættuleg gatnamót

Já þetta þarf hiklaust að verða forgangsmál. Stórhættuleg umferðaþung gatnamót þar sem bílar sem eru að beygja skera á grænt gönguljós. Þarna birtast skyndilega reiðhjól og smávaxin börn

Mjög góð hugmynd hér sem eykur öryggi vegfarenda +1000 👍

Mjög góð hugmynd og þörf framkvæmd sem myndi bæta öryggi og tryggja skilvirkari leið fyrir bæði gangandi og hjólandi

Endilega setja göngubrú þarna og sérstaklega þ.s.a. Kársnesbraut og Sæbólsbraut mætast. Hjólreiðafólk virðir nánast aldrei rauða ljósið við gangbrautina heldur brunar beint yfir og setur þ.m. sjálfan sig og aðra í hættu..

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information