Bætt lýsing meðfram sjónum á norðanverðu Kársnesi

Bætt lýsing meðfram sjónum á norðanverðu Kársnesi

Lýsing á göngustígnum meðfram sjónum á norðanverðu Kársnesi er döpur og virkar ekki eftir að dimmt er orðið. Pínulitlu staurarnir sem gera ekkert gagn eiga að víkja fyrir lýsingu sen virkar fyrir vegfarendur á stígnum.

Points

Minnkar slysahættu

Öryggisatriði. Ætti í raun ekki að vera kosning um þetta.

Eykur öryggi þeirra sem þar fara um.

Minnkar slysahættu og eykur öryggi vegfarenda. Á við líka sunnan megin á nesinu sums staðar.

Þessi lýsing sem við erum með í dag er engan vegin nógu góð. Of mikil slysahætta. Það þarf að auka öryggi.

Ef bæjaryfirvöld vilja að fólk noti stígana er mikilvægt að þeir séu það vel upplýstir. Ef þeir eiga bara að vera upp á "punt" þá þarf að segja það :) Mjög mikilvægt öryggisatriði. Ætti ekki að þurfa að kjósa um þetta.

Lýsingin er mjög falleg eins og hún er svona lágstemmd fyrir vegfarendur, til að njóta norðurljósa og næturhimins á veturna. Eitt af fáum svæðum með lítilli ljósmengun. Alls ekki að skemma þessa fallegur ímynd Kársnesstrandarinnar.

Rökin eru allt sem Sigrún Einarsdóttir segir hér í sínum rökum. Það væri mikil umhverfisspjöll að lýsa þennan stíg meira. Bendi þeim á sem vilja fara hratt yfir td. hlaupandi eða hjólandi á aðra göngu eða hjólastíga eftir að dimma tekur og leyfa okkur hinum að rölta um og njóta í rökkrinu áfram.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information