Bílastæði í Skólagerði

Bílastæði í Skólagerði

Klára að setja bílastæði í Skólagerði. Fjarlægja þarf graseyjar austan megin við hús nr. 33 og 28 og setja bílastæði eins og lofað var að gera í bréfi frá Kópvogsbæ árið 2014

Points

Magnús Bjargarson. Einstefna held ég að sé góð hugmynd og þá frá austri til vesturs. En það er samt nauðsyn að fjölga bílastæðum austan megin í götunni með því að fjarlægja graseyjarnar, sem eru engum til gagns, nema hundum að pissa og kúka á.

Fyrst og fremst að stjórnendur standi við 15 ára gamalt loforð, sem sá mæti maður Gunnar Ingi heitin Birgisson gaf árið 2006. Nokkur hús hafa tekið bílastæði af götunni með því að setja þau inn á lóð hjá sér og þar með loka fyrir þann möguleika að hægt sé að leggja bílum þ.s.a. áður voru bílastæði. Með því að fjarlægja graseyjarnar þá verðu til heildarmynd á allri götunni, ekki bara bílastæði vestan megin við nr. 28 og 33, heldur alla leið austur götuna þ.a. bílastæðum myndi fjölga umtalsvert.

væri ekki bara réttast að gera Skólagerði að einstefnu?

Sem íbúi í Skólagerði er ég ánægður með hugmyndir um að skipuleggja bílastæðamálin í götunni en hérna hafa nokkrir viðrað hugmyndir um að breyta götunni í einstefnu sem ég get ekki tekið undir. Það sem mælir gegn því er þessi blessaða Borgarlína en með henni á að breyta Borgarholtsbrautinni í einstefnu fyrir almenna umferð. Einstefna Skólagerðis yrði okkur íbúum því til mikilla vandræða.

Sammála, það verður að laga heildarmynd götunnar. Fjölga stæðum og taka grasbalana til að auðvelda umgengni þeirra sem gatan á að þjóna.

Graseyjur hafa engan tilgang. Skemmir heildarmyndina í annars fallegri götu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information