Ævintýraleikvöllur við Hermannslund

Ævintýraleikvöllur við Hermannslund

Leikvöllur sem hentar breiðum hópi barna. Ungbarnasvæði og leikvöllur fyrir 5-10 ára. Ævintýraleikvöllurinn tæki vel á móti öllum aldri barna með þroskandi leiktækjum sem ýta undir sköpunargleði barnanna. Hugmyndin snýr að því að sett verði krefjandi klifursvæði, vatns- og sullusvæði, rennibraut, leikkofi, ungbarnarólur og niðurgrafin trampólín. Hugmyndin um leikvöll á svæðinu fellur vel að skuldbindingum Kópavogsbæjar um að fylgja Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Points

Frábær hugmynd. Það er vöntun á leiksvæði barna í hverfinu og þessi staðsetning væri frábær fyrir alla fjölskylduna að njóta saman!

Frábær hugmynd! Akkurat það sem þarf á svæðið!

Fràbær hugmynd og skemmtilegt framhald á þeirri vinnu sem hefur verið à svæðinu með fallegum stígum og bekkjum í lundinum meðfram læknum.

Það er vöntun á leiksvæði sem hentar breiðum aldurshópi barna á þessu svæði í Fossvogsdalnum. Hermannslundur er vinsælt svæði sem margir ganga í gegnum og því frábær staðsetning fyrir íbúða Kópavogs úr mörgum áttum. Það er þegar hafin falleg og vel heppnuð uppbygging á svæðinu og myndi leiksvæðið tengja íbúa hverfisins saman og mynda skemmtilega stemningu í hverfinu. Hermannslundurinn yrði að fullkomnum griðarstað barna og fjölskyldna.

Styð þessa hugmynd heilshugar. Myndi gera það fallega svæði sem Hermannslundur er að góðum samkomustað barna og fjölskyldna.

Klarlega vöntun a goðu fallegu leiksvæði ! Sem hentar einmitt viðum aldurshop :)

Frábær hugmynd, þetta er einmitt það sem vantar í Lundarhverfið. mætti þess vegna bæta við pútt brautum, þá myndi þetta þjóna ennþá breiðari aldurshópi. Frábært allir að samþykkja þessa tillögu, þannig að hún nái í gegn og verði að veruleika.

Frábær hugmynd mun nýtast mörgum, vonandi fær þetta verkefni framgang

Frábær hugmynd og nauðsynleg viðbót á Lundarsvæðið.

Góð hugmynd að nýta þetta skjólsæla og notalega svæði betur. Vel hefur heppnast til í fossvoginum við aparóló og fleiri tæki hafa ýtt undir aukna útiveru. Flott að fá fleiri svæði sem hægt er að staldra við

Frábær hugmynd! Akkúrat það sem vantar á svæðið!

Frábær hugmynd 👍Þetta svæði er náttúrulega til þess fallið að heilla börn í leik: tré, allskonar gróður, lækur og myndi þess vegna vera einstaklega heppilegur fyrir spennandi leikvöll. Hætt var við leikskóla í hverfinu þar sem börnin hefðu fengið flottan leikvöll og því er tillagan einkar viðeigandi. Þær stöku rólur og rugguhestar sem dreifð eru um svæðið eru fá og mynda ekki neina heild sem börn laðast að.

Frábær hugmynd og mun gera flott hverfi ennþá betra

Yndislegt svæði, hef notað mikið með barnabörnum. Ljúft að setjast á bekk og finna ilminn frá grenitrjánum. Lækurinn, annar gróður og skógurinn eins og mínir litlu strákar, kalla þetta svæði, það heillar. Þeir bíða eftir að verða nógu stórir til að sveifla sér í kaðlinum yfir lækinn 😉 Margt vitlausara en bæta ehv. vönduðum og góðum tækjum við 😊

Fullkomin viðbót við fallegt hverfi!

Góð hugmynd. Lundurinn rammar vel svona verkefni.

Frábær hugmynd og góð viðbót við skemmtilegt útivistarsvæði :)

Mig langar að styðja þessa tillögu ég á barnabörn á svæðinu og það vantar tilfinnanlega svona spennandi leikvöll fyrir börnin til að ýta undir fjölbreytta hreyfingu.

Þetta er frábær hugmynd, vöntun á góðum leikvelli á þessu svæði

Frábær hugmynd! Algjörlega vöntun á leiksvæði á þessum stað.

Ég væri mjög til í svona garð og hafa hann aðgirtann!

Einstaklega góð hugmynd sem mun gera Hermannslund en betri fyrir alla aldurshópa.

Yrði frábær viðbót í hverfið

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information