Frágangur á Kársnesbraut

Frágangur á Kársnesbraut

Frágangur á lóðamörkum við Kársnesbraut norðanverða, vestan Urðabrautar. Löngu tímabært að hreinsa óræktina á lóðarmörkum og gera gangandi vegfarendum fært að ganga þarna megin - og lóðareigendum fært að snyrta sínar lóðir.

Points

Eykur öryggi gangandi vegfarenda sem koma upp göngustíg frá Litluvör auk þess að minnka sjónmengun allra sem fara um Kársnesbraut.

Það er mikilvægt að viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika innan borgarinnar. Skordýralíf og plöntulíf hefur gott af því að fá að vaxa óáreitt. Einhversstaðar verða "vondar plöntur" (sbr. "illgresi") að fá að vera. Enn einn grasbletturinn væri líffræðilegur og vistfræðilegur lýti. Aukinn kostnaður fyrir borgina að viðhalda einrækt. Fallegir villigarðar sem þessir eru líka að binda kolefni sem er nú óumdeilanlega mikilvægt á okkar tímum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information