Laga göngustíg/tröppur milli Hlíðarvegar og Digranesvegar

Laga göngustíg/tröppur milli Hlíðarvegar og Digranesvegar

Göngustígurinn, grindverkið og tröppurnar milli Hlíðarvegs og Digranesvegar sem fer um austurenda Hrauntungu er í niðurníðslu og mætti endurbæta mikið. Má líka bæta lýsingu.

Points

Er íbúi í Bröttutungu þar sem þessi gönguleið liggur meðfram lóðarmörkum ( neðri tröppurnar.) og sá hluti tilheyrir bænum. Þetta svæði er sárasjaldan hreinsað og viðhaldið. En ég vil gjarnan að þessi rólega gönguleið haldi sér. Því hin gangbrautin meðfram Bröttutungu er mikið notuð af hjólafólki og rafhjólum. Gamalt grindverk ( barn síns tíma) milli lóðarmarka er látið þjóna hlutverki handriðs. Sem getur ekki staðist öryggiskröfur og ætti alls ekki að vera á kostnað íbúðaeigenda að endurnýja.

Afar mikilvægt öryggisatriði, bæði göngustígurinn sjálfur og að setja upp lýsingu þar. Á veturna getur verið stórhættulegt að fara þarna um en margt fólk á leið þarna um. Auk þess á Kópavogsbær að endurskoða lóðarleigusamninga við botnlanga Sigvaldahúsanna, enda ekki eðlilegt að íbúar þar greiði lóðarleigu af götunni sjálfri eins og nú er.

Þetta er mesta sjónmengun digranes. Laga strax og bæta lýsingu

Tröppurnar eru skakkar og auðvelt að misstíga sig. Að auki er hann mikil sjónmengun.

Loka þessu bara, mikið betri og öruggari stígur örfáum skrefum austar um Bröttutungu. Þessi er þar að auki ekki á aðalskipulagi og liggur um einkalóð í óþökk lóðarhafa.

Ég er ekki á móti því að þetta sé lagað en það á ekki að þurfa hugmyndakeppni til þess að sinna almennu viðhaldi. Ef þetta er ekki í lagi þá á Kópavogsbær að laga það. Sama á við um lýsingu.

Fulltrúar Kópavogsbæjar viðurkenna það að rétturinn er okkar megin og jafnframt að Kópavogsbær geti ekkert aðhafst ef við lokum stígnum með t.d. gróðurbeði inn á okkar lóð. Það er einmitt það sem stendur til að gera næsta sumar, koma lóðinni í betra horf og þá lokast stígurinn. Við óskum einfaldlega eftir að Kópavogsbær setji upp merkingar um lokun gönguleiðarinnar og bendi gangandi á mun betri og öruggari gangstíg við Bröttutungu. Hitt munum við sjálf sjá um, að loka stígnum.

Ég vill nefna það að við íbúar í Hrauntungu 119 þar sem umræddur "stígur" höfum átt samræður við fulltrúa Kópavogsbæjar með það í huga að loka þessari gönguleið, líkt og fyrri eigendur hússins. Það er óumdeilt að "stígurinn" er ekki á aðalskipulagi Kópavogs sem þó er forsenda fyrir öllu sem gert er í umhverfi sveitarfélags. Það er engin kvöð í lóðaleigusamningi Hrauntungu 119 um þennan "stíg" og því er okkur alls ekki skyllt á nokkurn hátt að þola hann um okkar lóð.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information