Lýsing á gönguleið austan Kópahvols

Lýsing á gönguleið austan Kópahvols

Brýnt að fá lýsingu á göngustígnum sem liggur frá botni Bjarnhólastígs og austur yfir hólinn við leikskólann Kópahvol. Þetta er svæði sem mikið er farið um. Einnig þarf að laga trébekkina sem eru við eldstæðið. Þeir virðast ekki alveg fá að vera í friði. https://www.google.com/.../data=!3m8!1e1!3m6...

Points

Mjög dimmt svæði að ganga um og gæti verið varasamt að kvöldi til eða í myrkri. Hundaeigendur, skokkarar og þeir sem sækja strætó fara þarna mikið um.

Þetta er mjög fjölfarinn stígur og væri frábært að fá lýsingu þarna, einnig mætti laga stíginn því á nokkrum stöðum safnast vatn og á veturnar verður það mjög hált og fólk hefur dottið vegna þess að það er svo mikið myrkur

Ég tek undir þau rök sem komin eru fram um þörf á lýsingu við þennan stíg. Ég sé þá fyrir mér lága staura (garðljós) en ekki háa ljósastaura sem væru að mínu mati til lítillar prýði fyrir svæðið.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information