Gangbraut yfir Smárahvammsveginn

Gangbraut yfir Smárahvammsveginn

Það vantar gangbraut og umferðarljós yfir Smárahvammsveginn frá Hlíðarsmáranum. Hverfið fer ört stækkandi og mörg börn og ungmenni eru að sækja þjónustuna í Hlíðarsmárann, t.a.m.tannréttingar klippingu, tannlækningar ofl. Það er mjög mikil umferð og mikill hraði á bílum á þessari götu, niður Smárahvammsveginn. 🏃 Tryggjum börnin betur.

Points

Gönguljósin eru neðst í götunni og mjög langt frá Hlíðarsmáranum. Það vantar götuljós og gangbraut. 💚🌿

Samgöngur fyrir íbúa Sunnusmára eru afar slakar og er eina leiðin til að komast yfir götuna að ganga neðst að umferðarljósunum. Það er alls ekki í takt við þá hugmyndafræði um að Sunnusmárabyggðin sé nútímaleg byggð með góðar gönguleiðir. Þess má geta að leikskólinn Arnarsmári er næstum “hinum megin” við götuna en engu að síður tekur talsvert styttri tíma að ganga í leikskólann Læk.

Ég bý við Sunnusmárann og það sárvantar gangbraut yfir Smárahvammsveginn. Fólk er í stórhættu með því að hlaupa yfir þessar 4 akreinar. Algjört forgangsverkefni að mínu mati

Mjög mikilvægt að koma þessu til framkvæmda. Keyri þarna á hverjum morgni og fólk er að leggja sig í lífshættu til að komast úr strætó inn í hverfið. Nú hefur aðilum með þjónustu við börn stóraukist í hverfinu, talmeinafræðingar, sálfræðingar, tannlæknar, sjúkraþjálfarar og fleira og alls ekki boðlegt að fólk þurfi að sæta lagi til að hlaupa yfir götuna. Þarna verður jafnframt að setja gangbrautarljós þar sem umferðin þarna getur verið mjög þung.

Mjög þarft að fá gangbraut við strætóstoppistöðina, enda aðeins ein gangbraut yfir veginn, niður við Gullsmára. Mikið um að fólk sé að hlaupa yfir veginn sem er stórhættulegt. Enda hálfgerð blindhæð. Ótrúlegt að það skuli ekki hafa orðið slys þarna. Þarna kemur líka fólk með strætó til að sækja þjónustu td. til Tryggingastofnunar og Sýslumanns.

Nauðsynlegt að þetta verkefni fái framgang, stórhættuleg gatnamót fólk úr strætó hleypur fram og til baka yfir vegin kvölds og morgna

Það eru ekki einu sinni gangbraut yfir Smárahvammsveg efst við hringtorgið, bara undir hringtorginu við Reykjanesbrautina.

Tvær tvöfaldar akstursbrautir til að fara yfir er náttúrulega bara hættulegt. Að ofanverðu er hringtorg þar sem engin gönguleið er yfir og langt er niður að ljósum til að fara yfir. Fólk freistast því til að fara beint yfir götur.

Það er náttúrulega með ólíkindum að Kópavogsbær hafi ekkert gert í þessu síðan Sunnusmárinn fór í byggingu fyrir hvað 3 árum? Þarna eiga að rísa rúmlega 600 íbúðir, bærinn gerir (eðlilega) ráð fyrir aukningu barna í Smáraskóla og leikskólum en gerir engar breytingar á stígakerfi kringum Sunnusmárann. Þetta er til skammar. Ef Smárahvammsvegur á að standa óbreyttur 2+2 þarf að gera undirgöng ásamt ljósastýrðum gangbrautum.

Þetta eru stórhættuleg gatnamót hvort sem er fyrir börn eða fullorðna. Ég fer um þessi gatnamót tvisvar á dag og nær undantekningalaust eru gangandi vegfarendur að freista þess að komast yfir götuna. Þetta er í raun ekki mál sem ætti að þurfa að kjósa um, enda varðar þetta öryggi íbúanna. Alvarlegt mál ef sveitarfélagið myndi ekki laga þetta

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information