Körfuboltavöllur á Kársnesið

Körfuboltavöllur á Kársnesið

Það er löngu orðið tímabært að körfuboltavellir á Kársnesinu séu teknir í gegn. Körfuboltavöllurinn hjá Kársnesskóla er löngu orðinn úreltur , bæði körfurnar og undirlag. Nýr fótboltavöllur var tekinn í notkun hjá Stelluróló nýlega, en körfurnar og undirlag á vellinum hjá Kársnesskóla hefur aldrei fengið neina upplyftingu. Ef völlurinn fengi sambærilega upplyftingu og aðrir körfuboltavellir landsins þá yrði hann notaður ennþá meira af börnunum.

Points

Eins og staðan er núna sækja börnin í að spila körfubolta annarsstaðar en í vesturbænum, einfaldlega vegna þess að hverfið býður ekki upp á góða velli. Við viljum að sjálfsögðu halda börnunum í hverfinu.

Þetta er þarft á Kársnesinu okkar

Löngu orðið tímabært að fá almennilegan völl í vesturbæinn

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information