Bæta aðstöðu virkra samgangna við Káranesbraut

Bæta aðstöðu virkra samgangna við Káranesbraut

Kársnesbrautin í dag er hönnuð fyrir hraða umferð stórra ökutækja. Það þarf að stórbæta aðgengi gangandi og hjólandi við brautina. Lagt er til að auka stórlega við gróður og bæta lýsingu. þrengja akreinar og bæta við hjóla og göngustígum beggja vegna götunnar. Lækka hraðann og fjölga öruggum gönguleiðum yfir götuna. Breytingin myndi stórbæta bæði ásýnd og öryggi götunnar.

Points

Kársnesbrautin liggur einmitt vel við þessum breytingum, öðru megin vantar gangstétt á löngum kafla, aðeins eru tvenn gönguljós og gangbrautir sem sumar sjást varla lengur, auk þess sem oft er ekki stoppað við þær. Þetta auk mikils hraðaksturs þýðir að gatan er aðeins hentug fyrir bíla en mjög óhentug fyrir virka ferðamáta. Breytingarnar sem nefndar eru munu ekki gera götuna mikið verri fyrir bíla, enda liggur engum það mikið á að það muni um nokkrar sekúndur.

Allt sem dregur úr umferðarhraða á fallegan hátt með t.d. gróðri og lýsingu. Gangbraut við Kársnesbraut 21 er hættuleg vegna hraðans sem bílarnir ná í báðar áttir og bílstjórarnir sjá ekki ástæðu til að stoppa fyrir gangandi.

Skemmtileg hugmynd. Það er mikið óöryggi fyrir íbúa neðan Kársnesbrautar að senda börn sín yfir Kársnesbrautina. Ekið hratt og lítið tillit & lélegar gangbrautir yfir götuna. T.d. á ljósunum hjá Kársnesbraut & Marbakkabraut er grænt gönguljós á sama tíma og bilar geta ekið yfir í öfuga átt - þar taka þó líklega flestir beygju og skapar mikla hættu bæði fyrir gangandi og keyrandi.

Mér finnst Kársnesbrautin ver stórfín eins og hún er í dag. Sé ekki betur en að allir þeir sem þar fara um komist nokkuð klakklaust leiðar sinnar. Mér finnst þetta lykta af smiti frá hvernig er búið að rústa gatnakerfi Reykjavíkur á ákveðnum stöðum. Og útrýma bílum og láta alla ferðast fótgangandi, hjóla eða flögra um á rafmagns hlaupahjólum og þá jafnan sauð drukkið. Verður það ekki bara dásamlegt.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information