Göngustígur fyrir neðan Öldusali

Göngustígur fyrir neðan Öldusali

Það er göngustígur fyrir ofan golfvöllinn sem hættir skyndilega við Öldusali og þá þarf maður að fara inn í hverfi til að halda áfram. Gott væri að halda áfram með stíginn milli golfvallar og Öldusala. Held að þessi stígur hafi einu sinni verið á skipulagi en verið breytt með hagsmuni húseiganda í Öldusölum í huga en ekki alla þá hina sem nota stígakerfið.

Points

Galin hugmynd og stórhætta á slysi vegna golfleiks

Falleg hugmynd á mynd en mjög slæm út frá praktísku sjónarhorni. Göngufólk yrði í hættu á því að fá golfkúlu í sig. Sömuleiðis yrðu stofugluggar þeirra sem búa við völlinn í mikilli hættu þegar slæm högg myndu lenda á þessum stíg og þeytast í húsin.

Þessi gönustígur var aldrei ætlaður þarna meðfram átti að fara upp á milli húsa nr 3 og 5 Göngustígur yrði allveg við 12 flötina á golfvellinum þar sem leikmenn eru að slá inn á flöt stundum blint yfir hornið, fólk á göngustíg í stórhættu við að fá bolta í sig á þessum stað, einnig mjög lítið pláss milli húsa og golfvallar og þyrfti að ryðja stóran hluta af greniskóg sem er við leikvöllinn við öldusali, algjört rugl að mínu mati

Þeir sem vita eitthvað um hvernig golf er spilað sjá strax að stígurinn gæti orðið verulega hættulegur á þessum stað. Stígurinn sem fyrir er og fer inn í öldusali getur verið það líka en þarna er blint horn fyrir kylfingana sem skapar mikla hættu á slysum. Þessi hugmynd er sett fram af einhverjum sem er ekki að átta sig á aðstæðum og slysahættum sem geta átt sér stað þarna.

Þetta er mjög slæm hugmynd að öllu leyti. Stórhætta að fá golfkúlu í sig. Mjög óþægilegt fyrir golfara að slá vitandi að þau geti óvart slasað vegfarendur. Svæðið er gróið og við eigum að vernda græn svæði. Það er hreinlega dónaskapur að stinga upp á göngustígum við lóðamörk fólks og virða þannig að vettugi rétt fólks til einkalífs. Það er auðvelt að fara í gegnum hverfið og stígurinn myndi stytta leiðina óverulega.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information