Veðurstöð í Kópavogsdal

Veðurstöð í Kópavogsdal

Kópavogsbær leiti samstarfs við Veðurstofu Íslands um að setja upp og reka sjálfvirka veðurstöð í Kópavogsdal. Fundinn verði hentugur staður á opnu svæði, sem uppfylli alþjóðlega staðla um veðurmælingar. Með veðurstöð komi einnig aðlagaðar veðurspár úr spálíkönum fyrir Kópavogsdal á vef Veðurstofunnar.

Points

Mikilvæg viðbót við þétt net veðurstöðva í helsta þéttbýli landsins

Engin veðurstöð er í Kópavogi, sem Veðurstofan hefur aðgang að. Veðurspár úr spálíkönum eru fyrir stór svæði, en landslag hefur mikil áhrif á veðrið á hverjum stað. Með veðurathugunarstöð er unnt að leiðrétta spálíkön að aðstæðum og fá þannig gagnlega veðurspá fyrir Kópavogsdalinn.

Veðurathuganir í rauntíma og spár á netinu auðvelda og hvetja íbúa til útivistar í Kópavogsdalnum. Aðgengi að athugunum og spám bætir upplýsingagjöf og aðstöðu fyrir stór íþróttamót (fótbolti, frjálsar, ...), eða úti-íþróttaæfingar ungmenna í dalnum. Alvarleg umferðarslys vegna hálku eru algeng á Hafnarfjarðarveginum við Kópavogslæk. Aðgengi að hita- og rakamælingum gætu auðveldað viðvaranir til vegfarenda.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information