Gaman væri að sjá nýtt íþróttahús rísa fyrir aftan Álftanessundlaug í nærumhverfi barnanna okkar. Þar sem hægt væri að stunda fótbolta inni og frjálsar íþróttir og aðrar íþróttir . Nú er Álftanes að stækka um helming og alveg kominn tími á fjölnota íþróttahús á Álftanesi.
Rannsóknir sýna að börn sem geta stundað íþróttir sínar í nærumhverfi sínu án þess að þurfa nota almennings samgöngur, haldast mun lengur í þeirri íþrótt sem þau vilja æfa. Nú er Álftanes að tvöfalda íbúa fjölda og algjörlega kominn tími á það að börn í Garðabæ sem búa á Álftanesi njóti líka sömu aðstæðna og börn sem þurfa ekki að sækja þjónustuna eins langt og þau.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation